Hvernig hljómborð eigið þið fáu hugarar sem eiga slíkt hljóðfæri(allir eru bara að tala um gítar, bassa og trommur á þessu áhugamáli) ??
ég var að kaupa mér KORG SP-500 fyrir nokkrum dögum og ég verð að segja að þetta var money well spent. 332 mjööööööög raunveruleg hljóð og fáranlega flottur ásláttur.
Er þetta ekki eins og þeir eru að selja í tónastöðinni, þetta er magnað hljóðfæri. Ég keypti mér mætti segja ódýrari týpu af þessu, það er Casio Privia PX-100 og ég er mjög sáttur við það, þó svo að ég viti að þetta sem þú átt er betra :D
keypti mér casio wk-3500 af music123 og verð ég að segja að þetta er frábært hljóðfæri ! Fullt af möguleikum og um 700 tónar…Þótt maður hefur heyrt að casio sé ekkert gott þá er þetta frábært ! Á einnig eldgamalt YAMAHA PSR-190…Það er fínt eeen dugar ekki allveg í það sem maður er að gera núna.. Síðan á marr fínt YAMAHA píanó !:)
Ég á Roland E28 rompler og Roland JP8080 syntha modulu en ég er að spá í að skipta út E28 og fá mér Nord Electro eða eitthvað sambærilegt. Einnig er ég með nokkra software syntha.
Ég er búinn að vera að spá í að fá mér hljómborð en maður veit ekki alveg almennilega hvert maður á að fara og hvort þetta sé eitthvað þess virði sem maður er að spá í :S
Ég myndi fara í: Tónabúðin(selur KORG), Hljóðfærahúsið(selur YAMAHA) og rín en þeir eru ekki með gott úrval og verð:S(þeir selja roland) og síðan er tónastöðin og þeir eru með Casio. ég mæli eindregið með korg, bara lang best heh
Ég fékk gefins um daginn eldgamalt Farfisa DPR 22, veit ekkert um hljómborð eða neitt svoleiðis (spila á gítar aðallega) vinur minn var bara að henda því og stakk upp á því að ég mundi hirða það, en gæti kannski eitthver sagt mér hvort þetta sé gott hljómborð (á sínum tíma náttúrulega).
veit ekki nákvæmlega með þessa týpu en þetta fyritæki framleiddi allavega góðar græjur á sínum tíma, veit það er til fólk sem er að safna græjum frá þessu fyritæki og er að borga heljarupphæðir til að eignast eitt (en það hef ég samt bara mest séð talað um orgelin í þeim málum).
Noh getur þú ekki sagt mér hverjir eru að leita að svona tækjum, væri alveg til í að selja það á “heljarupphæð” sérstaklega þar sem ég þurfti ekki að borga krónu fyrir það hehe.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..