Ég hélt alltaf að ég væri eini maðurinn á landinu með Gibson Explorer úr gothic seríunni (þósvo vitaskuld séu einhverjir Epiphone Goth og venjulegir Gibson til hérna).. þangað til það birtist lítill krakki á baksíðu Morgunblaðsins með einn slíkan.. og það með gripinn hangandi fyrir ofan nafla.. það er ekki rétt með Explorer :P
Það var gaman að halda það þó, og svekkelsið yfir því að vita betur hvarf hvorteðer fljótlega :P
Ég get þó enn glatt mig með því að ég á örugglega svartasta Explorer, ef ekki svartasta gítar á Íslandi (íbenholt fingraborð, engin inlay fyrir utan stjörnu og hálfmána á tólfta bandi, svart “hardware” og svört (EMG-style) lok yfir pickuppunum).. vantar bara svarta strengi og svartan bandavír, þá er maður endanlega kominn með gripinn út í öfgar :D