Ég keypti mér gítar af eBay í hitteðfyrra, notaðan og hann bar það alveg með sér, en ekkert mjög illa farinn og verðinu stillt í hóf eftir því ($700 er vel sloppið fyrir Gibson Explorer).
Málið er bara að kaupa af seljanda sem er traustsins verður, skoða feedback hjá honum, og ef þetta er aðili sem gerir mikið af því að kaupa og selja vörur einsog þá sem uppboðið er fyrir er hann alveg skotheldur. Fólk með 0 feedback eða feedback aðallega fyrir að kaupa svona hittogþetta er vafasamara.
Margar hljóðfæraverslanir og “pawn shops” setja hluti á eBay sem hefur gengið illa að selja út úr búðinni.