Til að svara því þyrftum við nú að fá tegundina á settinu og hversu mikið þú greiddir fyrir það. ;)
Ludwig var auðvitað á sínum tíma kóngur trommusettanna og notað m.a. af Ringo Starr og John Bonham.
Þrátt fyrir að önnur merki hafi í seinni tíð farið að ryðja sér meira til rúms þá stendur Ludwig alltaf fyrir sínu. Til dæmis var Tre Cool, trommuleikari Green Day, að skipta yfir í Ludwig fyrir ekki svo löngu síðan.
Varðandi gæðin á settinu þá fer það auðvitað mikið eftir tegundinni eins og ég sagði hér að ofan. Ludwig Accent(Byrjendalínan) og Ludwig Classic maple sett(Topplínan) eru t.a.m. eins og svart og hvítt.
Varðandi stærðirnar þá eru þetta svokallaðar “standard” stærðir og ættu að duga þér vel jú.
Mæli síðan með því að þú skiptir um skinn á settinu sem fyrst. Það er alltaf hægt að láta hvaða trommusett sem er, gott eða slæmt, hljóma ágætlega með góðum skinnum og góðri stillingu/“tjúningu”. Í því samhengi mæli ég eindregið með því að þú lesir þessa síðu hér:
http://home.earthlink.net/~prof.sound/index.html Hún virkar svolítið yfirþyrmandi fyrst þegar maður rennir í gegnum hana en inn á milli leynast algjörir gullmolar sem hafa reynst mér ómetanlegir.
Annars, gangi þér bara vel og vonandi..slærðu í gegn, hóhóhó. :)