Það er ekkert að því að setja gítar í bassamagnara. Einn besti gítarmagnari heims, Fender Bassman, var hannaður og seldur sem bassamagnari en svo tóku þeir eftir því að allir voru farnir að nota þá sem gítarmagnara. Nú eru þeir seldir sem gítarmagnarar. Ég var líka með gítarinn í bassamagnara í langan tíma og fannst alls ekki slæmt. Hins vegar er ekki gott að setja bassa í gítarmagnara en það kemur málinu svosum ekkert við.