Tónastöðin er með Orange. Ég er með tvo frá þeim, einn lítinn ræfil og AD30TCH og 4x12" box með celestion vintage 30's keilum. Sándið er mjög oldschool og breskt. Þetta eru class A magnarar og skila því aflinu mjög vel og það er alveg óhætt að keyra þá í botni í lengri tíma.
http://orangeamps.com/products/adtc_series_ad30htc.htmlMæli með að þú farir í tónastöðina og fáir að prófa. Í prufuherberginu er Rockerverb 30 magnari síðast þegar ég vissi. Það er að vísu combo magnari með einni keilu en krafturinn og sándið er mjög gott.
Þetta eru dýrir magnarar en þú færð í staðin gæða handsmíðaðan magnara. Haus og box kosta rétt tæplega 100.000 hvort um sig en samt er leggur tónastöðin frekar lítið á þá.