Hljómsveit sem kallar sig Fast Cash óskar eftir ryþmagítarleikara. Fyrir eru í sveitinni trommari, 19 ára, gítarleikari, 21árs, bassaleikari og söngvari, báðir 18 ára.

Helst viljum við fá einstaklinga á aldrinum 18-25.

Viðkomandi þyrfti helst að kunna skil á nótum og tónskölum (en, plís, ekki einhvern gangandi hljómfræðinörd sem er eins og alfræðiorðabók) og líka kunna takttegundir aðrar en 4/4

Helstu áhrifavaldar sveitarinnar eru meðal annars:

Guns'n'Roses
Bon Jovi
Mötley Crüe
Aerosmith
Kiss

og margir, margir fleiri.

Lead gítarleikarinn nefnir t.d. Jimmy Page, Randy Rhodes, Zakk Wylde, Mick Mars, Joe Perry o.fl. sem sína helstu áhrifavalda.

Þó svo að við nefnum fullt af glysrokksveitum sem áhrifavalda, þá spilum við samt ekki týpískt eighties glamrock. Tónlistin er blúsuð, með sæmilegum skammti af attitude-i og alveg hæfilega öðruvísi.

Áhugasamir vinsamlegast svarið hér, eða hringið í síma 699-1468