Daginn.
Ég er með hérna eitt stykki Washburn X10 model. Hann helst mjög illa í stillingu og hrottalega ef maður notar sveifina eitthvað. Ég held að þetta séu skrattans tunerarnir en get ekki útilokað hvort þetta hafi eitthvað að gera með “skort á gormum í brú”. Persónulega setti ég sjálfur nýja strengi í hann fyrir alls ekki löngu og geta þetta því ekki verið strengirnir (ég kann að setja þá í rétt :P).
Ég held að tunerarnir í honum séu eitthvað Die Cast rusl en ég hef heyrt mikið af því að Washburn gítarar séu með Grover tunera. Spurningin er hvor gerðin sé í gítarnum og hvort ég ætti ekki að skipta yfir í Grover ef Die Cast er í.
Mig vantar að geta haldið gítarnum í stillingu þótt ég noti sveifina slatta. ALLAR ábendingar með hvað sem gæti hjálpað eru hjartanlega þegnar. :D