Sjálfur nota ég Voodoolab Analog Chorus, sem er er handsmíðaður analog pedall frá bandaríkjunum sem á að líkjast mjög Boss CE-1 síðan á áttunda áratugnum, mjög þykkt, dimmt og mjúkt sánd. Sjálfur er ég miklu hrifnari af því sándi en digital sándinu í nýju boss chorus'unum, en þeir eru vissulega mun fjölhæfari og ódýrari. Mæli með að þú fáir að prófa hann niðrí tónastöð, annað hvort áttu eftir að fíla hann í botn eða ekki. Ég er að nota hann með Gibson LP með Alnico II pro pickups sem eru í eðli sínum mjög smooth, en mér finnst pedalli fara betur með björtum single coil pickupum…..gott David Gilmour sánd.