Mitt stuff:
Rafmagnsgítarar:
2001 Gibson “Gothic” Explorer (rafmagnsgítar #1)
1994 Epiphone '67 Flying-V (backup)
2001 Squier Strat málaður eins og gamla Ladan mín (beater)
Kassagítarar:
2000 Art&Lutherie Spruce m/cutaway (kassagítar #1)
2002 Washburn D10S12 (12-strengja)
2004 Hagkaupsgítar með mynd af feita sauðinum Jónasi, viðfangsefni eins laganna með Tríóinu (beater/backup)
Magnarar:
1987 Marshall Silver Jubilee 2553 með Trace Elliot 4x12 boxi (magnari #1)
199? Sovtek MIG-50 (clean magnari)
2004 Behringer GM108 (æfingadrusla sem þarf ekki að hita upp í 5 mínútur fyrir notkun)
Effektar:
Ekkert sem ég nota að ráði, á Dunlop Original Crybaby, Boss DD-3 og rússneskan EHX Big Muff sem eru líklegustu effektarnir til að verða notaðir eitthvað í framtíðinni
Tunerar:
Boss Tu-2 Stage tuner
Intellitouch PT-2 headstockklemmutuner
Ólar: Earnie ball nylon (samlitar, eða í sama “colour scheme” og viðkomandi gítar)
Neglur: Dean Markley medium
Snúrur: hvað sem búðargaurarnir henda í mig þegar ég labba inn og bið um svoleiðis
Á innkaupalistanum: LTD MHB-400 baritongítar, ESP Eclipse-I CTM (“vintage” svartur), Marshall 1960 box (og dós af silfurgráu úðabrúsalakki), bassi (er helst að spá í Epiphone Thunderbird eða LTD F-255, en hver veit hvað verður í boði þegar þar að kemur..) og lítill magnari fyrir hann, 24-banda gítar með Floyd Rose (LTD KH-602, JH-602 eða M-1000 koma helst til greina, eða eitthvað í svipuðum verðflokki), og ég stefni á að fjárfesta í alpahvítum Gibson Les Paul Custom árið sem ég loksins pillast til að klára framhaldsskóla.
Til að setja mig ekki á hausinn hef ég sett mér þá (ágætu) reglu að kaupa bara eitt dýrt (20k og uppúr) hljóðfæri á ári nema selja eitthvað í staðinn, svo þetta á eftir að taka ágætis tíma ;)