Skoh! Ég verð að kommenta á þetta þar sem að ég var í sömu hugleiðingum núna um seinustu jól.
Ég var að spá í að fá mér Epiphone Special II vegna verðsins. Ég endaði svo á að fá mér Epiphone Les Paul Standard (
http://www.music123.com/Epiphone-Les-Paul-Standard-i28366.music og borgaði 30þús fyrir hann. Keypti reyndar flug undir rassinn á mér til Þýskalands til þess að sækja hann og sparaði mér 23þúsund á því í staðinn fyrir að kaupa hann frá Rín!!!!!!!!
EF ÉG VÆRI þú þá myndi ég fara í örlítið dýrari gítar… einfalt! meiri gæði, öruggari gæði og auk þess hærra ríteil ef þú vilt losna við hann. Epiphone LP Standar kostar 80þúsund í Rín en 62þús ef þú lætur senda hann frá Music123 hingað Í GEGNUM SHOPUSA (skv. reiknivélinni rétt áðan…).
Ég fór samt inn á
www.thomann.de og verðið á honum er 33þús þar og þeir senda beint til Íslands (keypti líka LP-tösku á 3800 kr. þar… HARDCASE!) þannig að hann yrði á svipaðan pening ef ekki aðeins ódýrari ef þú tækir hann þaðan.
Ég er alveg á því að maður eigi að kaupa sér aðeins dýrara hljóðfæðri vegna þess að maður verður lengur ánægður með það. Minn E-LP-S heldur t.d. stillingu eins og mófó… ég get geymt hann í töskunni forever og hann heldur stillingu nó matter what!
Ég ætla reyndar að fá mér gítar næst hérna á Íslandi vegna þess að þá get ég gengið betur að ábyrgð og þjónustu ef ég þarf… auk þess að þegar maður borgar meira en 100þús fyrir hljóðfæri þá er það frekar dýrt spaug ef það þarf að fara hálfan hnöttinn í viðgerð eða eitthvað tengt ábyrgðinni…
Ekki hugsa smátt… hugsaðu STÓRT!