Okei að stilla trommur er flókið mál, alla vega í byrjun og næstum því hver einasti tromari er með trommusettið sitt aðeins öðruvísi stillt en sá næsti. Lykillinn er að þú kunnir vel við hljóðið og það er ekkert rétt eða vitlaust stillt.(þannig séð)
1.skref mun vera að setja skinnið á trommuna, losa allar skrúfurnar og byrja á því að skrúfa skinnið á , mundu að þú skrúfar alltaf á móti þeirri skrúfu sem þú skrúfaðir síðast, þar að segja ef þú skrúfar niður eina skúfu þá skrúfaru næst niður skúrfuna sem er beint á móti henni o.s.frv
2.skref .. þegar þú ert búinn að setja á bæði undir og yfirskinnið þá skalltu taka trommukjuða og slá létt við hverja skrúfu og það á að koma sama hljóð allan hringinn þannig þú verður ýmist að skrúfa meira niður eða skrúfa smá upp…
3.skref ..mikilvægt er að muna að undirskinnið á alltaf að vera að minnsta kosti smá hærra stillt en yfirskinnið því annars verður ekkert endurkast að hljóðinu… Gott trix er að vera með þynnra skin að neðan t.d vera með Evans g1 undir og g2 yfir..
4.skref .. Loks skrúfaru svo trommuna upp og niður eftir því sem þú villt og skrúfar þá jafnmikið allan hringinn á trommuni og hún ætti ekki að afstillast en þú verður þá að gera aftur trixið með trommukjuðanum til að vera öruggur.
ATH trommur afstillast stundum ekki við neitt.. Bara við smá notkun, hitabreytingu og ég veit ekki hvað og hvað…Aðalmálið er samt bara að tromman sé ekki fölsk, skiptir engu hvort hún er hátt eða lágt stillt.
Ég vona að þetta hjálpi þér , ég veit að þetta er langdregið og þegar ég var að byrja, var ég svona um 20 mínótur með hverja trommu en þú ert fljótur að vinna upp hraða og pro-trommarar stilla stundum allt settið sitt á örfáum mínótum…
kv,
Arnþór Gíslason