Ég veit ekki hvað það kostar en þar sem einhver benti þér á að gera þetta sjálfur þá vil ég ráðleggja þér að gera það ekki nema þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að gera. Það er einfalt að skipta um formagnara-lampa, bara taka gamla lampann úr og setja þann nýja í. Þegar skipt er um lampa í kraftmagnaranum þarf venjulega að stilla hvíldarstrauminn upp á nýtt. Það er ekki mjög flókið ef maður veit hvað maður er að gera og hefur rétt tæki og tól en til þess að gera það þarf að fara inn í magnarann og þar eru lífshættulega háar spennur (nokkur hundruð volt). Athugaðu líka að það getur verið há spenna í rásinni þó að búið sé að slökkva á magnaranum og taka hann úr sambandi.