Ég hef átt Ltd Viper 305 í um það bil ár
Minn er mjög góður, aldrei neitt vesen með hann og hann er made for metal!
Minn er 5 strengja og þeir eru hættir að framleiða 5 strengja vipera núna, ég hef stundum gælt við að selja hann til að fjármagna kaup á oöðrum græjum en hef ekki gert það enn. Ég fór með hann í tónastöðina þar sem umboðið fyrir ESP er og Andrés, sem hefur reyndar handleikið gripinn nokkrum sinnum sagði að ég ætti að setja á hann 65þús kall til að bjóða góðan díl og vera sanngjarn, það án hardshell töskunnar sem ég á fyrir hann, það er auka 10þús kall.
Ég auglýsti hann í kjölfarið á 60þús með töskunni.
Þeir viperar sem ég hef prufað fyrir utan minn hafa verið ódýrasta týpan og næst ódýrasta týpan og ég myndi eki hika við að eyða meiri pening og fá mér týpurnar fyrir ofan það.
Ég hef ekki spilað á aðrar gerðir af Esp/Ltd bössum en ég fullyrði að ef þú ætlar að spila rokk/metal þá er þetta tilvalið hljóðfæri í það. Þá mæli ég líka með að hafa bassa 5 strengja í metalnum því þá ertu með fleiri möguleika og getur tekið farið dýpra, þó það sé auðvitað smekksatriði
Hér er auglýsingin sem ég setti upp fyrir hann:
http://auglysinga.vaktin.is/showproduct.php?product=457&sort=2&cat=all&page=1Eini munurinn er að ég er búinn að setja hauskúpu takka í staðinn fyrir þessa svörtu :)
kv. Snulliis