Með sumum trommusettum(fer aðallega eftir búðinni) er hægt að velja um svokallaða diskapakka sem fylgja með trommusettinu.
Sem dæmi má nefna AAX Stage Performance pakkann frá Sabian, B8 pakkann frá Sabian, Avedis pakkann frá Zildjian o.s.frv.
Þessir pakkar innihalda venjulega standard stærðir, þ.e.a.s. 14“ Hi-hat, 16” Crash og 20“ Ride.
Gallinn við þetta er hinsvegar sá að þegar þú kaupir þér disk þá á hann venjulega að endast þér um árabil. Ef þú færð þér svona pakka með þá er enginn möguleiki á því að þú getir heyrt áður hvernig diskarnir hljóma(þar sem afar fáir diskar af sömu tegund hljóma nákvæmlega eins) og þannig gætirðu endað uppi með diska sem þú þolir engan veginn og mikinn pening tapaðan.
Umræddir drasldiskar eru venjulega framleiddir af trommuframleiðendum til þess eins að láta byrjendasettinn sín höfða betur til byrjenda. Diskarnir eru vel nothæfir til æfinga og til þess eru þeir ætlaðir. Róm var ekki byggð á einum degi og fáir verða góðir trommarar á einum degi.
Þannig geturðu tekið eftir því að með t.d. Pearl Export settunum(byrjendasett) fylgja Pearl diskar með en með Pearl Masters settunum(hugsað fyrir lengra komna) fylgja engir.
Þess vegna er ágætt að byrja á diskunum sem fylgja með og kaupa sér svo í rólegheitunum diska sem þú ert búinn að prófa áður og líkar vel við. Ekki bara kaupa ”til þess að kaupa". ;)
P.S. Það skal þó tekið fram að ég fékk mér áðurnefdan AAX pakka(bara til þess að fá mér eitthvað flottara og betra!) á sínum tíma og var mjög heppinn því að þeir höfðuðu mjög til mín og tónlistarinnar sem ég spila, þ.e.a.s. þeir eru mjög fjölbreyttir. Hefði samt alveg eins getað endað uppi með drasl og erfitt hefði verið að senda það aftur til BNA…:)