Hér á Huga er ansi oft verið að auglýsa gömul trommusett. Prófaðu að fletta í gegnum gamla þræði og athugaðu hvort eitthvað sé ennþá til sölu.
Á
http://www.rokk.is/spjall/forum.asp?FORUM_ID=10 eru líka gömul hljóðfæri oft til sölu.
Það sem þú ert að leita að er byrjendatrommusett sem kostar máske á bilinu 30-70.000, fer eftir því hvort það sé notað/nýtt.
Pearl Forum/Export eru nú gjarnan talin bestu byrjendasettin þar sem þau eru bæði ódýr en jafnframt mjög vönduð. Tónabúðin er með þau til sölu,
www.tonabudin.is en þau eru þar til sölu á mjög hagstæðum kjörum. Persónulega mæli ég með því að þú reynir eftir fremsta megni að verða þér úti um gamalt og notað en þau eru oft mun ódýrari en nýkeypt og þeim fylgja gjarnan diskar og standar.
Það vill nefnilega oft gleymast að trommusettin ein og sér duga ekki. Kaupa þarf diska og standa undir diskana, kjuða, og svo jafnvel stól o.fl.
Með Pearl settunum fylgir allt heila klabbið og meiraðsegja Pearl diskar sem vel má nota til æfinga en hljóðinu í þeim er gjarnan líkt við öskutunnulok sem er barið með lifandi ketti.
Ef þú ert að fara útí þetta af alvöru, með hljómsveit, þá gæti þetta verið pakki upp á 100.000 kall fyrir þig, með öllu. En það er þó algjört hámark að mínu mati fyrir byrjenda.
Notað og gamalt er eins og áður sagði lykilatriði fyrir þig. Gangi þér vel og þú munt sko ekki sjá eftir þessu þegar þú ert kominn af stað. Helv…gítarleikararnir mega eta það sem úti frís! :)