Þeir notuðu marga mismunandi marshall magnara frá 70 og eitthvað til ársins 1986, eða að “Somewhere in time”. Þar nota þeir einhvurn djöfulinn. Þykka, heavy sándið á “7th son” er Galien-Krueger magnari. Svo snéru þeir sér aftur að marshall hausum, alveg fram að “Brave new world”. Þann búnað sérðu á www.guitargeek.com. Gítarinn sem Adrian er sagður eiga þar er reyndar gítarinn hans Janick. Adrian notar oftast single coil og svo Dimarzio SD pickup í bridge. Ég veit ekki betur en að þeir noti þennan búnað líka á Dance of death og hafi gert á tónleikunum hér um daginn. Hvað effecta varðar nota þeir rack effeckta núna. Dave hefur notað MXR phaser veit ég og Adrian boss DD-2 og CE-3.