Mæli sterklega með Ashdown líka.. Notaði MAG 1x15 combo í leigu-æfingarhúsnæði sem ég var með, nokkuð fínn, þó ég fýli MAG 2x10 sem Tónlistarskólinn á betur.
Er með 5 banda EQ sem ég persónulega hef náð að EQ-a nokkuð skemtinlega og fjölbreytilega.
Veit líka um gaur sem að er með ABM RC evo (mynnir mig amk) 575w haus og 8x10 box (bassaleikarinn í nevolution) og veit að hann er bara mjög sáttur með hann.
Veit líka um tvo í viðbot, annar á MAG 4x10 og hinn ABM 4x10 combo.
Hef ekki prufað þá sjálfur, en gaurinn sem á ABM magnarann spilar helst ekki í gegnum neitt annað (hann er búinn að spila í einhver 6 ár og hefur mjög mikla reynslu varðandi mismunandi sound og svona). Hann var reyndar að versla sér einhverja svaka stæðu með Ashdown Digital haus einhverjum með einum lampa, sem hann keyrir svo í gegnum Mesa Boogie kraftmagnara, sem hann setur svo í einhverja svaðalega blöndu af Ashdown boxum :)
Varðandi þessa bilanatíðni, þá hefur einhver þétting tvisvar farið í ABM 4x10 magnaranum og einusinni MAG 4x10. En held að því hafi verið reddað bara..
Þess má til gamans geta að Paul McCartney notaði Ashdown stæðu á síðasta túrnum sínum :) en meðal annara þekkta artista sem nota ashdown eru Adam Clayton(U2), Colin Greenwood(Radiohead), Jack Daley(Lenny Kravitz), John Entwistle RIP(The Who), Mark King(Level 42) og fullt af gaurum sem að ég nenni ekki að telja upp..
Hef voða litla reynslu af öðrum mögnurum. Sjálfur á ég gamlann Yamaha magnara (sem er alveg að kúka á sig.. nokkuð kraftmikill en lélegt sound), hef spilað í gegnum einn Ampeg magnara (einhvern 2x10) og var ekki alveg að fýla hann, en hef aftur á móti voða litla reynslu af þeim.
Mæli ekki með Behringer mögnurunum, voða leiðinleg græja eitthvað. (behringer gerir samt fína Mixera og Rack græjur)
Hef svo líka spilað aðeins í gegnum SWR stæðu sem var með 2x10 boxi. Var ekki að fýla sándið í honum (og reyndi að fikta slatta í EQ)
Aftur á móti prufaði ég magnara um daginn sem kom mér mjög á óvart varðandi gott og fjölfbreytt sánd en það var Peavey BAM 210. Held ég hafi aldrei (á mínum ekkert alltof langa ferli) prufað magnara með jafn fjölbreyttu sándi.
en allavega, þá mæli ég með ashdown (frekar box með tveimur eða fjórum 10“ keilum heldur en einni 15”, en mæli líka með að þú prufir Peavey BAM ef að hann er til (tónabúðin er með umboð fyrir Peavey og Ashdown)
vona að þetta hafi komið að einvherju gagni.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF