Þannig er mál með vexti að eftir sumarið mun ég eiga fullt af peningum og langar að kaupa mér nýjan rafmagnsgítar og hef verið að pæla í Fender Telecaster og jafnvel Stratocaster. Það væri ágætt að fá samanburð frá reyndari mönnum á þessum tvem og líka nýjar hugmyndir.
Langbest að fara að prófa þetta sjálfur… en ég hvet þig til þess að fara í Tónastöðina og sjá og prófa G&L ASAT Classic gítarinn sem er þar. Hann er með Telecasterlúkkinu og sándar eins og moðerfokker! EKKI SKEMMIR FYRIR AÐ ÞAÐ ER KOMINN ORANGE LAMPAMAGNARI Í PRUFUHERBERGIÐ ÞAR!!!
Ójá, G&L-inn er magnaður. Prófaði hann um daginn, þægilegasti háls sem ég hef spilað á og ekki var soundið slæmt. Hef prófað Fendera í sama verðflokki og hann gjörsamlega slátrar þeim. Líka góð kjör á honum hérlendis, kostar ca. $1400 á music123.
G&L eru mjög góðir gítarar. Þetta er fyrirtækið sem Leo Fender stofnaði eftir að hann hætti við stjórn hjá Fender. Var að prófa hann aftur í gær, þvílík nautn að spila á þennan grip. Hands-down, besti háls sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við!
því miður get ég ekki kaupt hann því ég er að gera einn gítar upp sem þarfnast peninga og er að kaupa mér hljómborð og 7 strengja gítar í sumar…. hehe það er lítill peningur eftir :P
já, ég mæli með því að þú skoðir G&L gítarana í tónastöðinni, enda er það fyrirtæki stofnað af Leo Fender og gítararnir hannaðir af honum. Þeir eru ekki síðri en Fender, handsmíðaðir í USA á Fender Avenu en eru samt aðeins ódýrari en Fender og ofan á það kemur að Andrés leggur miklu minna á hljóðfærin en Hljóðfærahúsið. Ég var að spjalla við þá í tónastöðinni og það búið að gera pöntun á fleiri gítara frá G&L sem kemur vonandi áður en langt um líður. Ég er sjálfur að fara á morgun og gera sér pöntun fyrir mig á einn Legacy (strat)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..