Það er mismunandi milli fyrirtækja en B stock getur verið eitt eða fleiri af eftirfarandi:
Vara sem á að hætta að selja. Þá annaðhvort á að hætta með merkið eða undirtegundina, t.d. ef kemur nýtt model.
Vara sem hreyfist ekki nógu hratt. Verða að losa lager og sleja ódýrt.
Vara sem er lítilega notuð. Sýningaeintak. Skilað frá viðskiptavini (t.d. ef það er “no questions asked return policy”).
Vara með smávægilegum skemmdum. Oftast er einungis um MJÖG smávægilegar skemmdir s.s. rispur eða jafnvel skemmdir á umbúðum. Verður að athuga.
Það má oft gera þrusukaup í B-stock. Ef um skemmd er að ræða er þetta oftast ekki meira en er komið á hljóðfærið eftir 2-3 mánuði.