Já ein og titilinn gefur í skyn þá er ég svona að pæla í að fá mér hljómborð. Ég er nú gítarleikari en mér finnst drullu skemmtilegt að spila á píanó vinar míns og nú er ég að hugsa hvort maður ætti ekki að fá sér eitt stykki ódýrt en gott hljómborð og þar þarf ég hjálp ykkar. Þar sem ég hef ekki skít vit á þessu þá væri fínt að fá smá hjálp. Með hverju mælið þið?

Ég var soldið að spá í þessum tveim:

http://www.music123.com/Casio-WK3000-i103825.music

eða

http://www.music123.com/Yamaha-DGX505-i127023.music

þessi eru bæði svokölluð top seller og eru frekar ódýr en fá góða dóma. Er það kannski eitthvað annað sem þið mælið með?
En sendir music123 þessar gerðir til Íslands eða þarf ég að notas við shopUsa?

En síðan er annað sem ég var að pæla, þarna á síðunni (music123.com) er líka eitthvað sem heitir Digital Piano, hvað er það eiginlega? Er það kannski sniðug hugmynd?

Öll svör vel þegin!