Ég er að velta fyrir mér hvað ég ætti að fá mér sem fyrsta effect á bassa.Hef alltaf spilað clean og hef ekki verið að spá mikið í effectum. Hverju mælið þið með?
hef prufað digitech multieffect en hann var með mjög svo ömurlegum synth effectum, veikum distortion (þegar ég stillti á hæsta í gain og bara öllu), og hörmulegum chorus. það eina sem var að virka þar var wah-wah og octave effectar og mig langar bara ekkert í svoleiðis
Ég keypti mér Zoom einhvern 506II multi bassa effect eða eitthvað (man ekki töluna þessa 506 eða það) og ég er nokkuð ánægður með gripinn. Effectinn kostaði 10 þús. með straumbreyti og hægt er að stilla inn eitthvað yfir 30 effecta á honum. Verðið er fínt þar sem að venjulegur einfaldur effect kostar álíka mikið ef ekki meira.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..