Trommur EIGA að óma. Það er pointið. Prófaðu að vera með heilt band í gangi meðan þú ert að spila… ef þú getur, því að þá er það eina sem heyrist smá suð í snerlunum.
Annars geturu líka prófað eitt.
Byrjaðu annað hvort á bassatrommunni eða sneriltrommunni og stilltu batter head-inn mjög vel í einhverja ákveðna nótu (ætti að taka svona klukkutíma fyrstu nokkur skiptin). Þú þarft krómatískan tuner í þetta, btw. Svo stillir þú resonant head-inn (resonant=ómandi…svona sirka þýðing) í þríund við batter head-inn, þríund fyrir ofan, þ.e.a.s.
Svo stilliru snerilinn eins (eða bassatrommuna ef þú byrjaðir á sneriltrommunni) nema bara áttund hærra. Svo notarðu bara einhvern tónskala sem passar inn í tónlistina sem þú spilar (sjálfur nota ég yfirleitt einhvern pentatónískan skala, en hef líka notað blús) og hefur eins jöfn tónbil og þú getur.
Ekki hafa áhyggjur af því að vera að spila einhverjar melódíur eða neitt, eða að ef melódísku hljóðfærin séu að nota einhvern annan skala í einhverju lagi, yfirtónarnir ættu að vera nægir úr viðnum til að þetta stangist á við nóturnar þeirra.
Svo er líka ein góð regla ef þú tímir ekki í krómatískt stillitæki og ert ekki mikið fyrir að stilla trommurnar þínar í fleiri klukkutíma.
Setja resonant heads í fyrst og herða bara með puttunum. Herða svo þangað til þú færð gott “feel” í skinnið. Þá seturu smá moon-gel eða duct-tape á skinnið, INNAN Í trommunni. Svo seturu efra skinnið á og herðir með puttunum eins mikið og þú getur. Svo styðuru aftari eindanum á kjuða í mitt skinnið og stillir lítið í einu á hverri skrúfu þangað til þér finnst hljóðið orðið gott. Og svo byrjaru bara að slá í trommuna og fínstilla hverja skrúfu þangað til þú færð gott “feel”. Þessi aðferð klikkar ekki, og þó svo að þér finnist óma mikið þegar þú spilar einn, þá heyrist ekki næstum því eins mikið þegar hljómsveit er í gangi auk þess sem ómurinn og skrítnu yfirtónarnir dofna fljótt þegar þú ert kominn í nokkurra metra fjarlægð.
Svo má líka prófa svona þunna hringi, sem fást í ýmsum stærðum. Þú leggur þá bara á efra skinnið, minnkar yfirtóna sem koma beint í smettið á manni alveg klikkað mikið.
Ef ég man rétt þá var til í Eymundsson Austurstræti bók sem heitir “The Drum Handbook”. Hún er alveg geðveik, og það eru margar mismunandi kenningar um hvernig á að stilla. Svo er líka fínt að annað hvort kaupa eða bara nappa sér (eða eitthvað bara) Evans skinn. Þau koma í svona þunnum pappakössum, og aftan á kössunum eru fín tips um hvernig má stilla.
Svo er líka gott að muna að það er ekkert algilt í þessu. Ég hef séð gaur nota skinn sem ég hefði hent fyrir mörgum mánuðum og hann var búinn að líma frauð úr eggjabakkadýnu á ÖLL skinn og teipa X yfir alla batter head-ana með duct tape-i og náði samt ágætu hljóði, sko. Svipað “feel” og að berja í handföngin á næsta skrifborðsstól :D
Ef þú (eða yfir höfuð EINHVER) nenntir að lesa þetta þá vona ég að ég hafi hjálpað, en ekki bara gert þig rangeygðan.
P.S. Spurðu gaurana sem vinna í hljóðfærabúðunum. Steini inni í Hljóðfærahúsi, Steini inni í Tónastöð og Fúsi í Tónabúðinni. Þeir eru allir mjög færir, og ef þú veist sirka hverju þú ert að leita að og útskýrir það þá eru þeir pottþétt til í að hjálpa þér og örugglega meira en til í að selja þér ýmislegt skemmtilegt dót til að minnka yfirtóna og óm.