Jæja mér finnst nú alveg ömurlegt þegar ég sem og aðrir eru með eitthvað skítakast en í alvöru, Þetta er líklega ein slakasta auglýsing sem ég hef séð. Þetta er eins og að setja auglýsingu í Moggann sem hljómaði svona “ Bíll til sölu”…. Þú verður í það minnasta að taka fram nokkra hluti t.d úr hvaða tegund af trommusett er það og taka fram t.d viðartegund, stærð (hvé djúpur og breiður) lit, er hann á á krók eða á “tom mount”, ástæða sölu og hvað er..
“soldið notað en nýtt skinn”
þetta er eins og að baka köku og uppskrftin er slatti af smjöri, smá af sykri, nokkuð af hveiti og að örlítið af Kakó.. Þetta er fáránlegt.. ATH - þetta er ekki köku uppskrift…
Þú veist menn erum mjög misjafnir á hvernig þeir skilgreina “ónýtt” skinn.. Um leið og ég byrja að sjá nokkrar djúpar litlar dældir skipti ég um skinn… Meðan aðrir telja skinnin vera sem ný þangað til þeir slá í gegnum þau og þá teypa þér þau aftur saman og segja að þau séu bara í “ágætu” standi…Ekki það að þetta er náttla bara auglýsing fyrir 5000 króna vöru en samt vil ég bara að fólk hugsi um þetta og hætti að setja inn auglýsingar sem þessar..
Alla vega hafið þetta í huga þegar þið auglýsið næst á vefnum.
Afsakið skítakastið,
Arnþór Gíslason