Það fer allt eftir upprunalegu verði vörunnar hvort það er ódýrara að fá sent beint eða í gegnum ShopUSA. Til að flýta fyrir útreikningum þá er flutningskostnaður reiknaður útfrá verði hjá ShopUSA, ekki umfangi/þyngd, svo dýrir en fyrirferðarlitlir hlutir geta orðið óhagstæðari í flutningum en stórir, ódýrir hlutir. Með gítara minnir mig að allt yfir 300 eða 400 dollurum sé betra að fá beint, en undir því séu ShopUSA ódýrari. Annars hlýtur að vera hægt að semja um verðið, sérstaklega ef um mjög dýra hluti er að ræða.