Kassagitararnir mínir heita einfaldlega Martin og Garrison, en ég er að íhuga að endurnefna Ibanezinn minn, því hann kemur fara gegnum mikil stakkaskipti (rafmagns og pickupa skipti, ölluheldur) á næstunni og hann verður ekki samur eftir það, vonandi.
Færð prik fyrir að nefna hljóðfærin þín en ekki að skíra. Skírn er nefnilega að taka í söfnuð Kristinna manna og er oftast afmarkað við FÓLK. Ætli allir hinir sem haf kosið að skíra hljóðfærin sín láti vera að spila tónlist djöfulsins á þau?
sé að sumir eru búnir að skíra magnarana sína eitthvað. Ég ætla að skíra minn Skrímsli eða Eiríkur eða Tumi eða Skódi ( kalla hann stundum skóda því það er búið að setja skóda merki framan á hann)
það kemur mér á óvart hversu margir nefna hljóðfærin sín karlkyns nöfnum .. ( þ.e.a.s. ef meirihlutin af commentunum er skrifaður af körlum ) .. einhvernvegin hef ég alltaf staðið í þeirra trú að hljóðfæri ættu að heita kvenmansnöfnum.. en það er kannski bara ég..
Annars heitir Rickenbackerinn minn: Elisabeth Von Rickenbacker
Ég gleymdi líka að segja að bassinn sem ég ætla að kaupa mér einhverntíma fljótlega (þegar ég fæ pening og finn flottann bassa) þá ætla ég að skíra hann Deaky :) eftir John Deacon bassaleikara Queen.
Píanóið mitt heitir Guttormur :) Hehe :P dáldið skrítið.. en það heitir eftir kettinum Guttormi sem spilar einmitt á píanó í Glámi og Skrámi sem ég hlustaði rosalega mikið á þegar ég var lítil :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..