Munurinn á Kóreugítar og Japan/USA gítar liggur í rafkerfinu, viðnum, handbragðinu og ýmsu öðru. Og það er líka staðreind að það er ekki alltaf alveg nákvæmlega sama úrvalið að koma út úr Kóreuverksmiðjunni og japönsku eða bandarísku verksmiðjunni, en þetta er þumalputtaregla að góðu gítararnir eru framleiddir í “heimalandinu”, en þeir ódýru í Kóreu (og reyndar þeir allra ódýrustu í Indónesíu)
Eftir því sem ég best veit þá eru allir LTD (nema að ég held 50 -serían sem er indónesísk) gítarar kóreanskir, og allir ESP japanskir (fyrir utan örfáa sem voru framleiddir í Bandaríkjunum einhverntímann á 10.áratugnum). Eins eru allir Gibson framleiddir í Ameríku, en allir Epiphone (fyrir utan Elitist seríuna, sem er japönsk og kemur í stað gamla Orville merkisins) eru framleiddir í Kóreu, Indónesíu eða Kína. Jackson, BC Rich, Ibanez og fleiri eru með sama merki á Kóreulínunni og “heimalands”-línunni sem veldur því að margir vilja dæma alla framleiðsluna út frá því fyrsta sem þeir prófa frá þeim, sem er oftast Kóreudæmi.