Ég á þennan:
http://www.internet.is/bjornkrb/explorer3.jpg ..
2001-módel Gibson Explorer með Gibson 500T pickupp í brúnni og 496R hálsmegin. Með lampamagnara er nánast ómögulegt að ná góðu hreinu soundi úr pickuppnum brúarmegin, en það skiptir ekki máli því ég nota hálspickuppinn í clean dót, því ég fíla ekki clean sound úr brúarpickupp almennt. Þessi spikfeiti brúarpickupp gefur mér hinsvegar rosalega flott overdrive sound, og þetta fyrirferðarmikla mahonýboddy gefur skemmtilega djúpan hljóm svo þessi gítar hljómar alveg guðdómlega í mínum eyrum. Þegar ég fékk hann var hann með toggletakkann á neðra horninu, sem hentaði mér engan veginn því ég geri mikið af því að skipta snögglega um pickuppa, svo ég fékk Sigga Dagbjarts niðri í Rín til að færa hann fyrir mig og nú er gítarinn fullkominn. Lögunin á boddýinu hentar kannski ekki öllum, en það fer ekkert í taugarnar á mér.
Svo á ég líka
Epiphone '67 Flying-V,
http://www.internet.is/bjornkrb/bjolli02.jpg sem er alls ekki jafn góður, hálsþungur (þ.e.a.s. hálsinn sígur niður ef maður styður ekki við hann), boddyið úr elri sem gefur mikið skærari hljóm, ég er búinn að vera á leiðinni að skipta um pickuppa í honum lengi, í von um að finna eitthvað sem nær aðeins meiri bassa úr gítarnum og meira output úr brúnni, en hef bara ekki komið því í verk ennþá. Þessi gítar hentaði mér ágætlega þegar ég keypti hann fyrir fjórum árum, en stenst Explorernum (skiljanlega) ekki snúning og því nota ég hann varla nema ég slíti streng í Explorernum live eða á æfingu, og hafi þ.a.l. ekki tíma til að skipta fyrr en seinna.
Squier Affinity Strat http://www.internet.is/bjornkrb/dmitrigitar5.jpg .. Beater gítar, drasl og á að vera það, hálsinn boginn, pickupparnir kraftlitlir, þurfti að fjarlægja bæði miðjupickupp og volumetakka vegna þess hve þeir þvældust fyrir mér. Nenni ekki að eyða orðum í þennan gítar, hann er lélegur og á að vera það.
A&L Spruce Cutaway kassagítar: Merkilega gott hljóðfæri fyrir ekki nema 30.000. Sérstaklega með setti af bronze-phosphor strengjum.
Washburn D10S12: 12 strengja gítar sem ég hirti af vini mínum sem var ekki að nota hann. Hann var að safna ryki og var aðeins með 5 strengjum þegar ég fékk hann, sem gerði hálsinum örugglega ekki gott. Ég er ekki búinn að gera við alveg, svo ég get eiginlega ekki dæmt hann að svo stöddu, en hann virðist góður til síns brúks, en ekkert of mikið meira en það, en fínn fyrir þessi 10 þúsund sem ég borgaði fyrir hann.