Já, þeir voru framleiddir þannig á árunum ‘83-’85 (kannski eitthvað lengur) og eiga til að poppa upp á eBay (í misgóðu ástandi reyndar)
Svo eru líka til svokallaðir Explorer Pro, sem eru ögn minni en venjulegir Explorerar (en þó réttir í laginu), en þeir eru með toggle takkann á horninu eins og venjulegir Explorerar, sem er mjög óþægilegt að mínu mati, og þar sem það er ekkert pickguard þá er ekki hægt að færa takkann þannig að það líti vel út. En þú getur prófað Explorer niðri í Rín, og ef takkastaðsetningin böggar þig ekkert þá er Pro-inn sá valkostur sem auðvaldast er fyrir þig að komast yfir.