Ég myndi frekar segja að það væri betra að kaupa það allra ódýrasta og það allra dýrasta hér heima, því til einföldunar reikna ShopUSA flutningskostnað út frá verði vörunnar, svo dýrir, fyrirferðarlitlir hlutir verða hlutfallslega óhagstæðari en ódýrari hlutir. Ég var t.d. að skoða dæmið með Les Paul Custom, 294k í gegnum ShopUSA, en 297 í Rín, og maður fær væntanlega gítarinn uppsettan frá þeim en bara beint úr verksmiðjunni ef maður kaupir hann af M123 eða þvíumlíku, svo maður er að borga 297 fyrir uppsettan gítar hér heima, en 294 fyrir beint-úr-verksmiðju ef maður kaupir að utan, auk þess sem allt ábyrgðarvesen verður miklu þægilegra þegar maður keypti hlutinn hér heima.
Hinsvegar er alltaf málið að tékka verðið hér heima, sérstaklega ef um er að ræða vörur sem ekki eru bandarískar (t.d. Marshall og ESP), því þær geta verið á mjög sambærilegu verði, ef ekki ódýrari, hér heima og í netverslunum úti í ameríku vegna innflutningsgjalda (ef þú kaupir innflutta vöru í ameríku er einhver hluti af verðinu amerísk innflutningsgjöld, og svo bætast þau íslensku við þegar heim er komið, svo þú ert í raun að borga tvenn innflutningsgjöld ef þú kaupir að utan en bara ein hér heima).
Til að segja þetta í stuttu máli, athugaðu verðið hér heima áður en þú ferð að versla í gegnum ShopUSA því í mörgum tilfellum er verðmunur hverfandi lítill og jafnvel hagstæðara að kaupa vöruna hér heima.