Tónastöðin er a.m.k. með Fishman og Seymour Duncan.
Ég keypti mér pickup fyrir um ári síðan. Ég skoðaði mörg álit og dóma á netinu og endaði með að kaupa mér Fishman Rare Earth humbucker. Ég hef ekki notað hann nógu mikið til að gefa marktækt álit en mér finnst hann ágætur, en það er enginn ekta kassagítarhljómur úr honum. Ég var að spila í kerfi um daginn og prófaði ég pickupinn fyrst beint í mixerinn en var ekki nógu ánægður þannig að ég notaði bara Shure SM57 hljóðnema í staðinn. Ef ég hefði verið með góðan “equalizer” (t.d. BOSS pedalann) þá hefði ég líklega getað fengið tón sem ég hefði verið ánægður með.