Ég eins og margur annar er að fara í inntökupróf í FíH á rafgítar á morgun (mánudaginn 23. maí) og ég er að velta því fyrir mér hvað maður þarf að hafa tilbúið. Ef maður á að spila eitthvað þá hvernig tónlist ætti maður að spila? Eru þeir eitthvað mikið að spurja út í skala og svoleiðis? Þá á ég t.d. við svona moll skala eins og náttúrulega, harmoníska, laghæfa, djassmolla og svoleiðis… Er maður látinn lesa eitthvað? ég er nefnilega svo hræðilega lélegur í því :S
Ég myndi EKKI spila eitthvað rokk því þetta eru helst djassarar og popparar og eitthvað, frekar lítið um rokk. Gítarkennarinn minn í GÍS ráðlaggði mér að minnast ekki einusinni á rokk… hann var líka í þessum skóla á sínum tíma. Ég ætla að fara að hans ráðum og taka kannski smá djass hljómagang eða eitthvað. Svona II-V-I hljómagang með fyrst moll 7und í II og svo aftur moll sjöund í V og svo major 7 í I, eða mig minnir að það sé eitthvað svoleiðis.
Þegar þú ert fyrir framan prófdómarana í fíh þá spilarðu EKKI metal.. Og já ég er að segja honum að spila EKKI metal í prófinu.. en hvað veit ég.. ég er bara í fíh og hef tekið etta próf en þú veist etta líklega betur….
ég veit lítið um þetta en hef heyrt að það sé + að vera með
+ Kunna mikið af tónstigum + Geta lesið nótur
man ekki meyra í rauninni… en spilaðu einhverskonar blues eða jazz… gott að vera með þá tækni á hreinu.
svo öruglega líka gott að vera búinn að þjálfa gott tóneyra… og ef ykkur langar að gera það þá skuluði hætta að nota tabs, byrja að picka upp lög og kíkja kanski á www.teoria.com
og svo er þetta spilað aftur með D sem II semsagt þá breytist I í II:
II = D Moll7 V = G Major7 I = C Major7
…ég spilaði þetta allavega í inntökuprófinu áðan og þeir spurðu mig “og veistu hvað þetta lag heitir?” og ég spurði bara eins og hálviti “er þetta lag?” því þetta var bara eitthvað sem kennarinn minn í GÍS kenndi mér :S hehe
Ég er að fara í það á klarinett og ég var að spá í að spila Cantaloupe Island með undirspili á diski. Vitið þið hvort það megi vera með undirspil á diski?
örugglega, ég var að skoða einhverntíman síðu Berklee Collage of Music in Boston og þar var verið að tala um að í inntökuprófunum þá mætti fólk koma með undirspil á diski. Og mér hefur verið sagt að á einhvern hátt er FÍH byggður á Berklee svo að ég held að það gæti bara vel verið, þú getur auðvitað hringt bara og spurt.
Ég tók nú bara klassískt lag sem heitir Czardas sem ég var búinn að útfæra með gamla kennaranum mínum! Þórður tók sjálfur gítarinn í byrjun lagsins og spilaði bara undir hjá mér og þeir voru kampakátir með þetta!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..