ég mæli með því að æfa snerilpartinn sem þú fékkst með bréfinu vel, og nota taktmæli. Byrjaðu hægt, þeir vilja frekar að þú gerir þetta RÉTT en hratt.
Taktu vel á þyrlinu í þeim parti, og líka 3/4 töktunum. Síðustu tveir taktarnir eru mjög erfiðir, þannig að þó þú náir þeim ekki fullkomnum þá er það allt í lagi.
Trommusettsparturinn er yfirleitt einfaldari hjá þeim. Hann er óvenju léttur í ár, og þú ættir ekki að eiga í miklum erfiðleikum með hann. Kannski smá með neðri línuna, en ef þú æfir þig í svona tvo til þrjá tíma ætti þetta að nást.
Svo vona ég bara að þú komist inn, og að við verðum skólafélagar í deildinni á næsta skólaári!