Jamm eins og þeir segja hér fyrir ofan þá er þetta til í næstum öllum hljóðfærabúðum. En svo langaði mig líka að benda þér á skítsæmilega og sniðuga græju sem ég keypti mér um daginn í hljóðfærahúsinu.
Sú græja heitir The Ingellitouch PT-2 Tuner. Það er semsagt svona lítið tæki sem þú festir á hausinn (flestir kjósa að festa það þar) og kveikir á því. Svo slærðu bara á hvern streng fyrir sig og það segir þér hvort þú þarft að herða eða losa um strenginn (það s.s. nemu titringinn frá strengjunum).
Ég er nokkuð sáttur með þetta tæki og mæli með því. Hef ekki heyrt frá neinum öðrum sem notar þetta en þetta hefur dugað fyrir mig. Kosturinn er náttúrulega sá að þú þarft ekki að spila mjög hátt á stenginn og utanaðkomandi hljóð trufla ekki stillinguna.