Ef þú vilt feitt metalsound úr humbuckergítar þá seturðu gain í 6-10 eftir magnaranum, bass í 8-10, treble í 8-10, mids í 0 og presence í 5-8 eftir magnara. Þetta svínvirkar þegar þú ert einn inni í herbergi að spila, en nær samt ekki nógu vel í gegn þegar þú spilar með öðrum því miðjuna vantar. Þegar ég fæ nýjan magnara í hendurnar botna ég alltaf bassa og treble og skrúfa miðjuna í 0 og gain og presence í 8 og vinn mig svo út frá því.
Hið “fullkomna” clean sound hefur mér ekki tekist að negla ennþá.
En þetta eru mínar uppáhaldsstillingar og alls ekkert víst að þú eigir eftir að fíla þær.