Gítarkunnátta gagnast en þú þarft að hugsa gripin og allt alveg upp á nýtt. Fjórir strengir ukelele-sins eru eins og fjórir neðstu strengirnir á gítar, nema bara í annarri stillingu, annaðhvort A-D-F#-B eða G-C-E-A.
Það er sama uppbygging á ukelele og neðstu fjórir strengirnir á gítar. Þrátt fyrir það eru ekki sömu tónar. Meðstu fjórir á gítar DGBE er á ukelele GCEA (ADF#B). Þá er sama hljómabygging og á gítar nema nöfnin eru önnur. Hljómar eru að vísu aðeins öðruvísi þar sem að aðeins fjórir strengir eru til að mynda fullan hljóm.
En gítarkunnáttan kemur sér mjög við ukelele-spil, þó alls ekki nauðsynleg.
Ukulele er eiginlega eins og svona barnagítarar, lítill gítar. Bara stilltur öðruvísi. Það er ekkert erfitt að læra á það. Ég lærði á það á undan gítar (kann samt ekki mikið á gítar :S)
ukelele er með 4 strengi ekki 6 eins og venjulegur gítar, þetta er líka allt öðruvísi stillt já og með nylonstrengjum. Ég myndi ekki segja að þetta væri líkt barnagítar, þetta er bara einfaldlega ukelele :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..