Fólk var alltaf að tuða um að bannerinn væri svo einhæfur, bara gítar! svo þegar við fengum kosningarétt þá kusum 3 af 4 efstum bara með gítar(eða bassagítar)
Bara smá pæling. Er fólk annars sátt með vinnings bannerinn?
Meiri hlutinn er náttúrulega sáttur því þetta er kosning og meiri hlutinn ræður. En persónulega hefði ég viljað sjá banner vinna sem höfðaði meira til allra hljóðfæraleikarar, en ekki bara gítarleikara.
Ég væri alveg til í að sjá bannera með mörgum hljóðfærum, en mér fannst þeir sem voru í keppninni bara ekki flottir, myndirnar í þeim frekar óskýrar og svona. Mér finnst bannerinn hans Roadrunner vera flottastur af þeim sem eftir eru, banner nr.2 er of subbulegur, snerillinn ekki í fókus og klarinettið liggur eins og einhver pulsa þarna
Ég hefði viljað fá einhvern sem myndi innihalda píanó eða allavega píanó lyklana, því það er svona það sem er mikið notað af hljóðfæraleikurum. Einnig er oftast miðað við og haft píanó í huga við tónfræði sem tengist öllum hljóðfærum.
Ég vildi þennan sem wurth gerði. Hann var með öllum hljóðfærunum.
Þessi sem er núna eini sem er ekki bara gítar er ekkert sérstakur, eða mér finnst það. Samt góð hugmynd. Mér finnst bara svo skrítið hvað allt snýr í sitthvora áttina …
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..