Ef þú snýrð pickupunum við eins og þú ert að spá í, þá get ég ekki séð að það ætti að breyta hljóðinu vegna þess að þá lendir hver strengur yfir réttum stað á pickupnum.
Ef þú ert með rétthenta “single coil pickupa” og þú setur þá í án þess að snúa þeim við þá getur útkoman verið ójafnvægi í styrk strengjann, en bara ef pickupinn er með misháum “pole pieces” (þ.e. “staggered pole pieces”). Ef þetta er humbucker þá á þetta ekki að skipta neinu máli vegna þess að humbuckerar er flestir með stillanlegum “pole pieces” (þarf að finna íslensk nafn á þetta).
Athugaðu það að það er ekki hægt að snúa pickupunum við í öllum gíturum, t.d. væri það ekki hægt í stratinum mínum nema pickuparnir væru í laginu eins og t.d. Lace Sensor pickuparnir (ef ég man rétt). Þetta er hins vegar ekkert mál með humbuckera.
Einhverjir hafa kannski heyrt að Peter Green var með hálspickupinn öfugan í Lesternum sínum og öfugt tengdan þannig að hann var úr fasa við brúarpickupinn.