“ESP er ódýara í Tónastöðinni” segir líka sitt um ESP, þeir gera öllum seljendum jafnhátt undir höfði því þeir vilja að menn prófi áður en þeir kaupi, ólíkt t.d. Gibson og Fender sem gefa stóru keðjunum allt upp í 50% magnafslátt. Svo spilar líka inn í að ESP gítarar eru framleiddir í Japan, og innfluttir hingað beint þaðan, svo ef þú kaupir ESP í Tónastöðinni ertu bara að greiða íslensk innflutningsgjöld, en ef þú kaupir hann að utan þá ertu að borga bæði bandarísk og íslensk innflutningsgjöld.
En Andrés og félagar hafa valið vel í þeim merkjum sem þeir eru með, því þeir geta boðið flestar vörur á sambærilegu og jafnvel lægra verði en bandarískar stórverslanir, með undantekningum þó, t.d. Jackson, enda er Jackson í eigu Fender.