Sælt veri fólkið.
Er að hugsa um að versla mér eitt stykki 17" AAxplosion disk frá music123 og náði ég að prútta hann niður í 115$. Sendingarkostnaður til Íslands er 73.50$ og saman er þetta því 188.50$ eða u.þ.b. 15.000 kr. ísk með vaski.
Hvernig virkar þetta samt, senda þeir pakkann bara beint upp að dyrum hjá mér og svo kemur reikningur frá tollinum eða þarf maður að sækja þetta eitthvert? Hefur einhver góða/slæma reynslu af þessu?
Með Shopusa yrði þetta ca. 16.000 kall en að láta senda sér beint á víst að vera mun fljótlegra…