Í stuttu máli er Classic betri, en langt frá því að vera í öðrum klassa. Aðal munurinn liggur í lookinu, og ég get ekki fundið neinn teljanlegan mun á action'inu eða sándinu. Sjálfur á ég Studio með trapísu inlay'i og er mjög ánægður með hann. Ég vildi óska að ég ætti frekar Classic, en þegar ég keypi studio'inn á sínu tíma var ég bara ekki tilbúinn að eyða svona miklum pening bara í lookið og ég er ekki viss um að ég myndi tíma því núna. Verðmunurinn liggur fyrst og fremst í vinnustundunum sem fara í að handvelja viðin svo það séu ekki útlitsgallar á honum, setja bindingarnar á og passa að lakkið sé hnökralaust enda sjást allir hnökrar vel á seethrough lakki.
Ef peningar eru ekki mikið issue hjá þér skaltu fá þér Classic, ekki spurning, en ég get samt lofað þér því að þú verður ekki svikin af studio'inum.