Þú segir ekkert hvort þú ert byrjandi, eða langar að skipta upp úr fyrsta garminum eða einfaldlega stækka safnið þitt, en eitt heilræði er að taka eins dýran gítar og þú tímir, því þá er minni hætta á að þú fáir leið á honum og minna fjárhagslegt tap ef þú gerir það og selur hann aftur.
Ef þú ert algjör byrjandi þá mæli ég með að þú takir gítar með fastri brú (ekki með tremolobar) fyrir svona 30.000, t.d. Epiphone G-310 eða eitthvað úr LTD 100-seríunni.
Ef þú ert aðeins búinn að vera að spila áður, þá er 50-60 þúsund ágætt verðbil, og gítar á því verðbili gæti vel enst þér út ferilinn sem backup gítar. Fínir gítarar á því verðbili eru t.d. Epiphone G-400 og LP Standard og LTD 400-serían
Ekki taka neitt sem er of “skrýtið” í laginu (Flying-V, Explorer, BC-Rich, Dean ML) nema þú sért 100% viss um að þú viljir eiga hann til frambúðar því slíkir gítarar eru mjög þungir í endursölu (það tók mig 2oghálft ár að selja Washburn Dime sem ég átti). Eins eru mjög dýrir gítarar ekki góð hugmynd þar sem endursölumarkaðurinn er svo lítill, þ.a. eitthvað yfir 100.000 er ekki góð hugmynd nema þú sért 100% viss.