Veit ekki hvort þetta er innsláttavilla hjá þér en við erum að tala um 3.200 ef þú ætlar að reyna að selja hann á 30.000.
Þú virðist líka halda það að þú getir selt notaðan sneril á sama verði og þú keyptir hann á… það þarf þá að vera einhver hálfviti sem kaupir hann á því verði því það er almennt talað um að trommuvörur (trommur og cymbalar og jafnvel hardware) falli um 30-40% í verði við það að labba með þær út úr búðinni, hvað þá spila á þær!
Þannig að miðað við að 26.800 sé rétt verð og að þú sért búinn að spila eitthvað á hann (eða ekki, skiptir ekki öllu) þá færðu í allra mesta lagi 18-19 þús (kannski 20 eða rúmlega það ef þú ert heppin/n) fyrir þennan sneril.