Hmmm … ég átti nú von á að einhver myndi gefa eitthvað svar en þar sem ekkert er komið enn þá skal ég segja það litla sem ég veit um þessa magnara.
Ég hef átt tvo JCM 900 magnara en ég hef ekki prófað DSL magnara en bara heyrt góða hluti um þá.
Byrjað var að framleiða JCM 900 magnarana 1990 og voru tvær megin gerðir:
- Dual Reverb: 2 rásir og reverb
- Master Volume (MK III), ein rás, tvær master volume stillingar sem hægt er að skipta á milli með fótrofa.
Báðir þessir magnarar framleiða bjögunina að hluta til með hálfleiðaratólum (díóðum).
Árið 1993 var Master Volume hönnuninni breytt. Díóðubjögunin var fjarlægð og einum lampa bætt við formagnarann. Þessir magnarar eru kallaðir
- JCM 900 SL-X (stundum Master Volume MK IV)
Það er í tísku að hata JCM 900 magnara en þeir eru alls ekki slæmir magnarar. SL-X fá almennt mun betri dóma en hinar tvær gerðirnar. Vegna “óvinsælda” JCM 900 magnaranna er oft hægt að fá þá á mjög góðu verði.
JCM 2000 magnararnir fá alls staðar mjög góða dóma, sérstaklega DSL gerðin, en ég hef aðeins prófað TSL 601 combo, og er það mjög fjölhæfur magnari en hann heillaði mig ekki.
Ég hef átt tvo Dual Reverb magnara og voru þeir ágætir en ekki bestu Marshall magnarar sem ég hef heyrt í. Uppáhalds Marshall magnararnir mínir eru þeir sem ég á núna: JMP 2203, Silver Jubilee 2553 og Bluesbreaker Reissue 1962.