Viperinn er nógu frábrugðinn SG til að Gibson láti þá í friði, Eclipse var breytt í Ameríku fyrir árið 2005 útaf Gibson, en lögfræðingar Gibson ná ekki jafnauðveldlega útfyrir Ameríku, svo hann er enn með “gamla” lookinu hér, en LTD EC gítararnir koma í gegnum Bandaríkin, svo þeir eru með “nýja” lookinu, hvassara horn og þrír en ekki fjórir takkar.
Strat-boddýið er það mikið kóperað að Fender virðast ekki nenna að eltast við það, og eins með “superstrat” (strat án pickguard).
Hvað varðar V-boddýin, þá geta ESP ekki selt SV (Randy Rhoads boddýið) í Ameríku, en geta það alls staðar annarsstaðar vegna þess að lögbann Jackson gildir bara um Bandaríkin. Eins er með hitt V boddýið þeirra, sem þeir fá þó að selja sem Dave Mustaine signature, en annars ekki í Ameríku, en þeir geta það alls staðar annarsstaðar.
http://www.espguitars.co.jp/oversea/á þessari síðu er það úrval ESP gítara sem okkur stendur til boða (ef menn hafa þolinmæði til að bíða leeeengi eftir að ESP skili af sér vörunni eftir að Tónastöðin pantar hana). LTD úrvalið er það sama og á
http://www.espguitars.com því þeir koma til okkar í gegnum ESP USA.
Ég vona að þessi langloka hafi hjálpað þér eitthvað.