Trommari dó og fór til himnaríkis. Ólíkt því sem hann bjóst við var himnaríki mjög langur gangur með hurðar á hvorri hlið. Á hverri hlið var rituð greindarvísitala, hvert herbergir var sérstaklega búið til til að umræðurnar þar inni passi við greind þeirra sem voru þar inni.
Hann opnar hurð sem á stóð 170 og hann heyrir að það er fólk að tala þar inni. “Mér hefur alltaf fundist Fourier breytingin vera frekar takmörkuð leið til að víxla á því sem er einfaldlega…”
BAMM, hann skellir hurðinni, aðeins of mikið fyrir hann. Hann gengur niður ganginn og fer og opnar hurð 115. Eins og áður er fólk að spjalla saman inni. “Ég les bara ‘Generation X’ og þót Coupland stendur sig ekkert alltof illa í því að bera kennsl á grundvallar erfileika kynslóðarinnar, ég var nú samt svolítið ruglaður af því að…”
BAMM, ekki slæmt en hann var að verða forvitinn hvað beið honum lengra niður ganginn. Hann opnar 95. “Lastu blaðið í dag? Það segir að vaxtaprósentan eigi eftir að fara upp aftur…”
BAMM, hvað með 60? “Hmm, mér fannst þátturinn ‘Married With Children’ nokkuð fyndinn í gær. Fattaði samt ekki brandarann um brjóstin…”
BAMM, það var að verða nokkuð slæmt en hann reyndi 35. Þar sat fólkið bara, horfði á hvort annað og slefaði.
Loksins komst hann að hurð 10. Hann varð svolítið hræddur við að sjá hvað væri fyrir innan þegar hann opnaði en þegar hann leit inn sá hann aðeins tvær manneskjur inni. Og hann heyrði svo “Heyrðu, hvaða stærð af kjuðum notarðu?”
Þetta er reyndar bara þýtt af þessari síðu(
http://www.cse.ogi.edu/Drum/jokes.html ) sem einhver kom með þarna áðan, samt fyndið :P