Báðar týpur eru með Tune-O-Matic Bridge á milli, svo það ætti ekki að skipta öllu máli. Spennan (tension) á strengjunum er ögn meiri ef þú ert með string-through-body, en varla svo mikið að þú finnir einhvern stórmun.. örugglega minni munur en á 25,5“(Strat) og 24,75(Les Paul) ”skala"(scale). Og ef ég man rétt (langt síðan ég átti STB gítar) þá er mun þægilegra að þræða strengina í gegnum það heldur en Fender-tremolokerfin.
Einhverjir segja að þú náir meira sustain með STB, en aðrir segja að það sé bara ímyndun rétt einsog hestöflin sem menn fá út úr sverara pústi undir bílunum sínum.