ég var að pæla hvort það væri einhver vandi við að búa til svona a/b box og ef einhver hefur einhverja reynslu eða upplysingar hvernig á að gera svona væri ágætt að fá að vit
Skv. mínum skilningi á samtali míns og bróður míns rétt áðan þá virkar a/b box þannig…
Ef þú ert með tvö mismunandi rigg (clean og distorted) og tvo magnara td. Mesa Boogie fyrir distorted og Fender fyrir clean, þá er rás A á A/B boxinu fyrir Mesa Boogie og svo þegar þú vilt skipta yfir í Fender magnarann á Clean soundið þá veluru rás B.
ég var aðalega að pæla útaf einn effectinn minn suðar svo mikið að ég gæti blokkað hann og svo bara kveikt á honum þegar ég þarf þessi teikning er fyrir 2 input og 2 output virkar það eins og sem er með 1/2
Ef ég skil þig rétt þá viltu pedala sem hefur inn og út tengi fyrir gítar og magnara og lykkju sem þú getur sett annan pedala í, þ.e. annaðhvort fer merkið frá gítarnum beint í magnarann eða í gegnum pedalann í lykkunni og síðan í magnarann. Ég smíðaði svona pedala vegna þessa að sumir pedalar sem eru ekki með “true bypass” gleypa dálítið af hátíðninni þó að það sé slökkt á þeim. Ég notaði bara einn 3PDT rofa, enga rafhlöðu eða rafeindaíhluti. Þetta svínvirkar og það kemur enginn smellur þegar ég skipti á milli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..