Jæja.. keypti mér um daginn notaðann Peavey Axcelerator 5 strengja bassa (toppbassi, fyrir utan eftirfarandi) og hef verið í veseni með B-strenginn á honum.

B-strengurinn virðist vera miklu tómari, en hinir, og heyrist miklu lægra í honum, sagði þeim sem ég keypti þetta af og hann kíkti á þetta í sínum magnara en tók ekki eftir neinu.

þannig að við komumst að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera magnarinn..

ég er með gamlann Yamaha B100-115se magnara hérna.. 250w, en hef síðan prufað Ashdown MAG 2x10 og einhvern Ampeg 2x10 magnara..

Fyrri eigandinn átti Peavey TNT115 og Ashdown 810 box með einhverjum behringer haus (er samt kominn með ashdown haus núna)

Þá kenndi ég strengnum sjálfum um, og prufaði að sjóða strengina, það breytti engu (nema þá að allir hinir strengirnir hljómuðu betur :P)

þar sem ég átti ekki pening fyrir nýju setti keypti ég stakann streng núna áðan, og skellti honum í, en það er sama sagan (var önnur tegund af streng)

er búinn að stilla hæðina á pickuppunum og strengjunum, og er búinn að finna út að þetta er alveg eins, sama hvort ég balanci á annaðhvorn pickuppin (eru 2 humbucker pickuppar)

já.. er líka búinn að prufa að skipta um batterý í pickuppunum (er með 18v formagnara) og fikta í EQ stillingum (bæði á magnara og bassa)

ætla að prufa að fara með hann upp í tónabúð og biðja þá um að kíkja á þetta.. en vill helst prufa flest sem ég get gert sjálfur fyrst, því að það kostar sennilega einhverja þúsundkalla (sem ég á ekki) að fara með hann, sama hvort þeir nái að laga þetta eða ekki..

á eftir að prufa að kaupa heilt sett af strengjum, og geri það um leið og ég á pening.. (reyni etv. að dobbla mömmu til að gera það)

en annars.. eitthvað meira sem ég gæti prufað
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF