Til að byrja með, hvernig magnari er þetta, lampa eða transistor.
Svo gerist það ekki þannig að magnarinn hætti bara allt í einu að virka þegar lamparnir fara, svona fyrir ykkur hina sem eruð að svara þessu.
Þegar lamparnir gefa sig þá missir magnarinn kraft hægt og rólega og maður verður alveg greinilega var við það.
Svo er mælt með því að skipta um lampa eftir notkun, td ef magnarinn er notaður á hverjum degi á miklum styrk þá á að skipta um þá ca 2 - 3 á ári, en ef hann er notaður einstaka sinnum þá sjaldnar.